Matís óskar nú eftir fólki til að taka þátt í bragðkönnun á saltfiski á starfsstöð sinni í Grafarholti. Þeir sem mæta fá kaffi og bakkelsi og þrír þeirra fá 25 þúsund króna gjafabréf.

Í tilkynningu á vef Matís segir að bragðkönnunin taki aðeins tuttugu mínútur og að hún fari fram á Vínlandsleið 12 í Grafarholti. „Þú smakkar 3 tegundir af saltfiski og svarar stuttum spurningalista. Að lokinni þátttöku bjóðum við upp á kaffi og bakkelsi,“ segir þar. Þrír heppnir þátttakendur fái sem fyrr segir að auki gjafabréf að verðmæti 25.000 kr.

Könnunin er aldursskipt og er tekið fram a engar persónugreinanlegar upplýsingar verði tengdar svörum í könnuninni.
• Aldur 18–35 ára → mæta 28. eða 29. ágúst (nokkrar tímasetningar í boði).
• Aldur 55–75 ára → mæta 21. eða 22. ágúst (nokkrar tímasetningar í boði).