Krókaaflamarksbáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík skilaði mestu aflaverðmæti smábáta á árinu 2009 eða 269 milljónum króna. Næstir á eftir komu aflamarksbáturinn Bárður SH og krókaaflamarksbáturinn Guðmundur Einarsson ÍS með um 249 milljónir hvor.

Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem byggð er á nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti ársins 2009.

Sex smábátar voru með yfir 200 milljóna króna aflaverðmæti hver í fyrra.

Nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.