Á árinu 2007 lönduðu alls 719 smábátar afla. Það er 59 bátum færra en á árinu áður.
Flestir þeirra tilheyra svæðisfélaginu Snæfelli með 91 bát (88). Næst stærsta félagið er Reykjanes, 88 (91) og í þriðja sæti er Elding með 87 báta, en þar hefur bátum fjölgað um 20 á einu ári.
Klettur, Ólafsfjörður – Tjörnes, sem var stærsta félagið í fyrra fellur niður í fjórða sæti með 84 báta, en þar fækkaði bátum um 24 milli ára.
Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda en þar er jafnframt að finna skrá yfir svæðisfélögin 15 og fjölda báta sem tilheyrðu þeim 2007, 2006 og árið 2005.
Sjá HÉR