Aðalfundur LS mótmælir harðlega sérstöku veiðigjaldi á sjávarútveginn. Fundurinn dregur stórlega í efa að þessi gjaldtaka standist stjórnarskrá eða stjórnsýslulegar kröfur um skattlagningu. Fundurinn leggur til að LS kanni þann möruleika að ráðast í málsókn vegna sérstaks veiðigjalds og ef það er niðurstaðan að sá möguleiki sé líklegur til árangurs, skal LS standa fyrir slíkri.
Þetta er ein af fjölmörgum ályktunum sem samþykktar voru á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem lauk í gær. Í greinargerð með ályktuninni segir að sérstaka veiðigjaldið drepi allan starfsvilja og frumkvæði einstaklinga til að standa í útgerð. Þegar hagnaðurinn fari í vasa allra annarra en þeirra sem afli hans, gefist menn upp og það ýti ennfremur undir samþjöppun í greininni.