Á meðfylgjandi myndböndum sést hvar Reuben Lasker, nýtt skip bandarísku hafrannsóknastofnunarinnar (NOAA), er sjósett í Marinette, Wisconsin í Bandaríkjunum síðastliðið sumar á heldur brösuglegan hátt. Fólk sem stóð aftan við skipið átti fótum fjör að launa þegar sjórinn gekk upp á bryggjuna.
Þessu slysalegu sjósetningu má sjá frá tveimur sjónarhornum á myndböndunum hér að neðan.