Grænlenski togarinn Polar Amaroq er nú á leið til Skagen í Danmörku með síðustu síldveiði vetrarins.

„ Ég er að þeyta rjóma, það er slúttterta,“ sagði Geir Zoëga skipstjóri á Polar Amaroq þegar var við hann um eftir hádegi í dag. Þá var áhöfnin að leggja af stað til hafnar á Skagen í Danmörku.

„Við vorum að klára síldarkvótann,“ sagði Geir í símann frá Smugunni þar sem nokkur skip voru að veiðum. Aflinn væri um 1.200 tonn af norsk-íslenskri síld á bilinu 360 til 370 grömm að þyngd. „Þetta er fínasti fiskur,“ sagði hann.

Að sögn Geirs er nú jólafrí fram undan og að hann fagnaði því að komast heim um jólin. „Það er ekki alltaf,“ sagði hann áður en hann sneri sér aftur að slútttertunni.