Hjá nýsköpunarfyrirtækinu Codland í Grindavík hefur á undanförnum mánuðum verið unnið að athyglisverðu tilraunaverkefni sem lýtur að því að vinna lýsi og mjöl úr fiskslógi. Tilraunaverksmiðja sem sett var upp í þurrkverksmiðju Haustaks á Reykjanesi er farin af stað og samhliða hefur verið unnið að vöruþróun.

„Við erum að vinna að því að staðla vöruna, en hráefnið er mjög mismunandi eftir tímum árs.  Það fer eftir því hvað fiskurinn er að éta hverju sinni hversu mikið nýtist í lýsi eða mjöl og hver raunveruleg efnasamsetning afurðanna er,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland í samtali við Fiskifréttir. „Við stefnum með lýsið eða fiskiolíuna til manneldis en mjölið fer líklega í áburð eða dýrafóður.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.