Norskir vísindamenn rannsaka nú hjartafrumur úr löxum til að fá svar við því meðal annars hvers vegna omega-3 fitusýrur er lífsnauðsynlegar fyrir laxinn og mannfólkið einnig.
Frá þessu er greint á vef rannsóknastofnunarinnar Nofima. Þar kemur fram að frumur út hjarta laxa lifa sjálfstæðu lífi og halda áfram að slá eftir að þær hafa verið fjarlægðar úr laxinum. Í fréttinni er vísað í MYNDBAND þar sem sjá má með hjálp smásjár hundruð stakra frumna sem geymdar eru í vökvaupplausn á rannsóknastofu. Frumurnar eru lifandi og gegna sínu hlutverki og slá í takt þótt hjartað vanti og laxinn einnig.