Skyndilokunum fjölgaði mikið á árinu 2012 og voru 188 borið saman við 71 árið áður, að því er fram kemur í starfsskýrslu Fiskistofu.
Flestar lokanir voru vegna þorsks sem mældist undir viðmiðunarmörkum. Mestu munar, líkt og árið þar á undan, um lokanir á línuveiðar, en þeim fjölgaði úr 44 í 112. Þá voru talsvert fleiri lokanir á handfæraveiðar og voru þær 48 talsins árið 2012 en voru 13 árið áður, einnig bættust við 12 skyndilokanir á rækju.
Auk þess voru settar þrjár reglugerðir um langtímalokun svæða í kjölfar tíðra skyndilokana þar sem kveðið er á um bann við veiðum með fiskibotnvörðpu á Rauða torginu, við rækjuveiðum á Skjálfanda og við línuveiðum á norðanverðum Faxaflóa.