Þann 1. september sl. tók gildi ákvæði í reglugerð nr. 810/2011, um nýtingu afla og aukaafurða, þar sem skipum sem vinna afla um borð er skylt að hirða og koma með að landi að lágmarki 30% eða 40% af þorskhausum sem falla til við veiðar í lögsögu Íslands á hverju fiskveiðiári. Ræðst hlutfallið af stærð lestarrúmmáls viðkomandi vinnsluskips.

Fyrr á árinu tóku gildi ákvæði sem skylda fiskiskip til þess að hirða lifur.

Á þetta er minnt á vef Fiskistofu og þar má lesa reglugerðina .