Í tilefni af hörmulegu sjóslysi út af Aðalvík síðastliðinn þriðjudag, þegar dragnótarbáturinn Jón Hákon frá Bíldudal sökk með þeim afleiðingum að einn skipverji af fjórum drukknaði, beinir Landssamband smábátaeigenda þeim tilmælum að félagsmönnum sínum að sinna lögboðinni hlustun á rás 16.

Rás 16 er neyðar- og uppkallsrás og er sjómönnum skylt að hafa hana opna. Landssambandið hvetur sjómenn til að muna eftir því að virkja rás 16 í hvert skipti eftir samtal á öðrum rásum.