Heildarskuldir sjávarútvegsins eru nú um 410 milljarðar króna og nettóskuldir um 315 milljarðar. Skuldirnar hafa lækkað verulega frá árinu 2009 er þær námu í heild um 550 milljörðum.
Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum. Í blaðinu er er ítarleg umfjöllun um aðalfund Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var í síðustu viku. „Undanfarin ár hafa verið hagstæð og fyrirtækin hafa reynt að greiða skuldir sínar niður. Þetta er ánægjuleg þróun. Þó verður að hafa í huga að fjárfestingar eru í algeru lágmarki og það getur haft sínar afleiðingar,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaður SF, í ræðu sinni á fundinum er hann fjallaði um skuldir sjávarútvegs.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.