Styrkjum hefur verið úthlutað úr verkefninu ,, Atvinnusköpun í sjávarbyggðum” , sem byggir á tekjum af svokölluðum skötuselspeningum, þ.e. sölu aflaheimilda fiskveiðiárin 2009/2010 og 2010/2011 til að veiða skötusel og til frístundaveiða.
Mikill áhugi var á verkefninu en alls bárust 123 umsóknir víðsvegar af landinu. Eftir umfjöllun stjórnar Atvinnusköpunar í sjávarbyggðum var gerð tillaga um að styrkja 32 verkefni, sem var í framhaldinu staðfest af iðnaðarráðherra. Áhersla var lögð á að styðja verkefni sem fela í sér nýsköpun, þekkingaryfirfærslu og hugverk sem byggja á styrkleikum sjávarbyggða. Ennfremur var horft til þess að styrkja stærri samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknarstofnanna þar sem fram komu skýrar hugmyndir um afurðir í formi vöru eða þjónustu sem skila varanlegum verðmætum og atvinnu.
Á vef Iðnaðarráðuneytisins má sjá hverjir hlutu styrki.