„Á sama tíma og sáttanefnd er að störfum, til reyna ná lendingu um framtíðarstjórnkerfi fiskveiða, eru menn að störfum við ýmsar breytingar og viðbætur við stjórnkerfið sem engan veginn geta verið ásættanlegar fyrir framtíðarrekstrarskilyrði greinarinnar. Skötuselsfrumvarpið svokallaða er einn hluti af þessum breytingum," sagði Gunnþór Ingvason, formaður Útvegsmannafélags Austurlands, í ræðu sinni á opnum fundi á Eskifirði í gær.

Gunnþór sagði ennfremur í ræðu sinni: „Þetta er bara dropinn sem holar steininn. Við ykkur Austfirðinga segi ég: Hvað næst? Ætla menn að taka hluta síldarinnar af því að hún veiðist tímabundið fyrir vestan og úthluta henni þar? Til hvers eru menn með sáttanefnd ef henda á svona sprengjum inn í greinina án umræðu?"

Nánar er fjallað um fundinn á vef LÍÚ, HÉR