Sendinefnd samtaka uppsjávarfiskimanna í Skotlandi, Danmörku, Hollandi og á Írlandi hitti Maríu Damanaki sjávarútvegsstjóra Evópusambandsins í Brussel í síðustu viku til þess að ræða makríldeiluna við Ísland og Færeyjar.
Þar krafðist Ian Gatt, talsmaður skoskra fiskimanna, þess að gripið yrði strax til viðskiptabanns á vörur frá þessum löndum til þess að knýja Íslendinga og Færeyinga til samninga.