Skotland hefur sett fram metnaðarfulla framtíðarsýn um vöxt í fiskeldi og skeldýrarækt. Gert er ráð fyrir tvöföldun greinarinnar fram til ársins 2030 og að heildarveltan verði þá 3,6 milljarðar punda, eða sem jafngildir 507 milljörðum íslenskra króna.

Vikið er sérstaklega að kræklingarækt sem nú þegar er umtalsverð. Talið er að innan nokkurra ára geti hún tvöfaldast en þrefaldast fram til 2030 og numið þá um 21 þúsund tonni.

Frá þessu er greint á vefnum seafoodsource.com.