ff

Fiskiskip á Skotlandi hafa hreinsað um 500 tonn af rusli í skoskri lögsögu og fært í land til förgunar, að því er fram kemur á vefnum fishupdate.com

Hér er um sjálfboðaliðsstarf að ræða og er þetta liður í átaki í Evrópu sem hófst árið 2005. Alls hefur verið safnað um 3.100 tonnum af rusli í Evrópu.

Ruslið er af ýmsum toga en megnið af því er einnota plastumbúðir. Værið plastið skilið eftir í sjónum myndi það brotna niður í æ smærri einingar og hafa hugsanlega skaðleg áhrif á fæðukeðjuna í sjónum.