Gunnar Gíslason hjá Arion banka spáir spennandi vetri framundan í íslenskum sjávarútvegi. Hann telur að það verði jafnvel fleiri sameiningar og aukin hagræðing í greininni.

Arion banki er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017. Sýningin er haldin dagana 13. til 15. september 2017 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi.