Skipum á íslenskri aðalskipaskrá hefur fjölgað um 16 frá árinu 2010. Á árinu 2011 voru frumskráð og endurskráð skip 41 en afskráð skip voru 25.
Alls eru 1.659 fiskiskip á skrá nú í upphafi nýs árs. Á árinu 2011 urðu mestar breytingar á skráningu fiskiskipa undir 15 brúttótonnum, en þeim fjölgaði úr 1.224 í 1.256. Í þeim flokki voru 15 skip frumskráð, 12 skip endurskráð og 19 skip skráð sem fiskiskip en voru áður skemmtiskip eða skráð til annarrar notkunar. Nokkur fiskiskip voru afskráð eða notkun þeirra breytt, þannig að fjölgun skráðra fiskiskipa undir 15 brúttótonnum var 32 skip.
Heildarstærð fiskiskipaflotans minnkaði um 180 brúttótonn milli ára.
Sjá nánar á
vef Siglingastofnunar Íslands
.