Eins og áður hefur verið greint frá hefur Vinnslustöðin hf. nýlega fest kaup á uppsjávarskipunum Ingunni AK og Faxa RE. Ákveðið hefur verið að Ingunn fái nafnið Ísleifur VE og Faxi verður Kap VE.
Vinnslustöðin hefur nú gengið frá ráðningu yfirmanna á skipin en um er að ræða menn með áratuga reynslu af sjó og farsælan starfsferil hjá Vinnslustöðinni.
Skipstjórar á Ísleifi VE verða Helgi Geir Valdimarsson og Eyjólfur Guðjónsson. Yfirvélstjóri verður Guðjón Gunnsteinsson.
Skipstjórar á Kap VE verða þeir Gísli Þór Garðarsson og Jón Atli Gunnarsson. Yfirvélstjóri verður Örn Friðriksson.
Sighvatur Bjarnason VE verður áfram gerður út frá Vinnslustöðinni. Verður hann gerður út á svokallaðar partrollsveiðar og á loðnuvertíðum eins og þurfa þykir og skipstjóri verður Jón Atli Gunnarsson.
Frá þessu er skýrt á vef VSV