Alls voru samþykktar 425 undanþágur frá skipstjórnar- og vélstjórnarréttindum á árinu 2010. Þar af voru 87 undanþágur vegna skipstjórnarstarfa og 338 vegna vélstjórnarstarfa.
Þetta kemur fram í skýrslu um störf svokallaðrar undanþágunefndar. Samkvæmt lögum er nefndinni heimilt í undantekningartilvikum og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum að veita manni, sem ekki hefur tilskilin réttindi til skipstjórnar- eða vélstjórnarstarfa, undanþágu til að gegna stöðunni á tilteknu skipi í tiltekinn tíma.
Umsóknir um undanþágur á árinu voru 471 talsins en 46 umsóknum var hafnað. Nokkur fækkun hefur orðið á undanþáguumsóknum frá árinu 2009 en þá voru þær 518 talsins.
Nánar um málið á vef Siglingastofnunar Íslands, HÉR