Undanfarna sex mánuði hefur Lance, rannsóknaskip Norsku heimsskautastofnunarinnar, rekið með hafísnum norður af Svalbarða. Um borð í skipinu eru um 70 vísindamenn við margvíslegar ís-, veðurfars-, og umhverfisrannsóknir í þeim tilgangi að skilja betur þróun hafís og lífríkis á norðurslóðum. Á reki með ísnum hafa vísindamennirnir „bloggað“ um störf sín við erfiðar aðstæður, atriði tengd öryggismálum, samfundi við ísbirni og hvað eina annað sem fyrir augu hefur borið.
Í dag, þann 12. maí kl. 15:00-16:30, munu Harald Steen, forstöðumaður Norsku heimsskautastofnunarinnar, og Laura de Steur, hafeðlisfræðingur við stofnunina kynna þessar rannsóknir sem og aðrar tengdar í fyrirlestrasal Hafrannsóknastofnunar, fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Allt áhugafólk er velkomið.
Sjá nánar á vef Hafró.