Skip þeirra sjö útgerða, sem skiluðu mestu aflaverðmæti á liðnu ári, fiskuðu fyrir 46 milljarða króna eða fimmtungi meira en árið áður, að því er fram kemur í samantekt Fiskifrétta.
Þrátt fyrir minnkandi afla jókst aflaverðmæti stærstu útgerðanna á nýliðnu ári. Það stafar af stærstum hluta af breytingu á gengi íslensku krónunnar.
Eins og áður ber HB Grandi höfuð og herðar yfir aðrar útgerðir með 12 milljarða króna aflaverðmæti sem er tæplega tveggja milljarða aukning frá fyrra ári. Samherji kemur næstur með um 8 milljarða króna sem er tæplega 1,7 milljarða króna aukning milli ára.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.