Loðnuskip Síldarvinnslunnar eru í síðasta túr vertíðarinnar. Þegar þessi frétt var sett inn á vef Síldarvinnslunnar síðdegis í dag, mánudag, var Börkur kominn með rúmlega 300 tonn og Birtingur um 200 tonn. Beitir var á miðunum en  hafði ekki fengið neinn afla

Þá var Polar Amaroq að landa um 1000 tonnum í Helguvík og Vilhelm Þorsteinsson landaði þar 900 tonnum um helgina.

Um helgina var leiðindaveður á miðunum og stóð loðnan djúpt. Þrátt fyrir þetta fengu skipin eitt og eitt þokkalegt kast.