Síldarvinnsluskipin hafa hætt kolmunnaveiðum að sinni. Beitir og Börkur héldu til veiða í síðustu viku en lítið fannst af kolmunna í veiðanlegu magni þannig að skipin komu fljótt til hafnar aftur.

Alls eru 11.670 tonn óveidd af kolmunnakvóta fyrirtækisins á yfirstandandi fiskveiðiári.

Gert er ráð fyrir að uppsjávarskipin haldi til makríl- og síldveiða í fyrri hluta júlímánaðar.