Ontika, skip Reyktal A/S í Eystlandi, er á leið í grænlensku lögsöguna til vísindaveiða á makríl. Skipið hefur heimild til að veiða 1.400 tonn, að því er Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reyktal þjónustu ehf. sem er umboðsaðili skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir.
Hjálmar sagði að veiðarnar byggðust á samningi milli ESB og Grænlands frá 1984 um veiðiheimildir til handa ESB-skipum. Þar sé ákvæði um rannsóknir á nýjum tegundum sem koma inn í grænlensku lögsögunna. Vísindamenn frá Eystlandi eru um borð sem sjá um sýnatöku og rannsóknir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.