Á vefsíðu Fisk Seafood segir í dag frá löndunum þriggja skipa félagsins.

„Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði til löndunar. Heildarmagn afla um borð er um 80 tonn, uppistaða aflans er þorskur, ýsa og ufsi. Sigurborgin var meðal annars á veiðum á Búrbanka,“ segir á fisk.is.

Þá segir að Drangey SK2 hafi komið til hafnar á Sauðárkróki til löndunar. „Heildarmagn afla um borð er um 102 tonn, uppistaða aflans er þorskur, ýsa og karfa. Drangey var meðal annars á veiðum á Kolluáli og Grunnkanti.“

Að lokum kom Farsæll SH30 til löndunar í Grundarfirði. „Heildarmagn afla um borð er um 68 tonn, uppistaða aflans er ýsa og þorskur. Farsæll var meðal annars á veiðum á Bervík og Garðskaga,“ segir á fisk.is.