Á Nor-Shipping sýningunni í Osló í þessum mánuði var skip ársins 2015 útnefnt. Fyrir valinu var Skandi Africa, hánútímalegt skip sem hannað er til rannsókna neðansjávar, meðal annars við erfið skilyrði á íshafssvæðum.

Skipið var hannað og smíðað hjá Vard Söviknes skipasmíðastöðinni í Noregi fyrir fyrirtækið DOF Subsea Group sem býður þjónustu sína á öllum helstu olíu- og gassvæðum heims. Það er 161 metra langt, 32 metra breitt og 80 metra hátt. Skipið er tæplega 23.000 brúttótonn að stærð.

Þetta er stærsta og tæknivæddasta úthafsþjónustuskip sem norsk skipasmíðastöð hefur afhent til þessa.