Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði er með mestan síldarkvóta á nýju fiskveiðiári eða 12.995 tonn.

Næst stærsta útgerðin í síldinni er Síldarvinnslan á Neskaupstað með 12.030 tonn.

Þar á eftir fylgir Ísfélagið í Vestmannaeyjum með 10.217 tonn og Samherji á Akureyri með litlu minna eða 9.624 tonn.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr listum í nýju Kvótablaði Fiskifrétta.

10 stærstu í síld
10 stærstu í síld