Íslensk skip hafa veitt um 11.300 tonn af makríl í grænlenskri lögsögu í sumar. Til viðbótar koma um 3.700 tonn sem grænlensk/íslenska skipið Polar Amaroq hefur veitt og landað hér til vinnslu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Alls er því um að ræða tæp 15 þúsund tonn af grænlenskum makríl sem var annað hvort unninn hér á landi eða um borð í íslenskum skipum. Ætla má að grænlenski makríllinn skili tæpum 1,6 milljörðum fob í útflutningsverðmæti.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.