Hafrannsóknastofnunin hefur merkt skarkola í Eyjafirði og Skjálfanda og kannar áhrif friðunar með samanburði á þessum tveimur svæðum, en mestur hluti Eyjafjarðar er friðaður fyrir dragnótaveiðum á meðan veiðar eru leyfðar hálft árið á Skjálfanda.

Nálægt 55% af merktum fiski úr Skjálfanda hefur nú þegar endurheimst og hátt í 14% úr Eyjafirði. Í heild eru endurheimturnar nú í kringum 34%.

,,Þessi svæði eru dálítið ólík en fyrstu vísbendingar eru þær að skarkolinn í Skjálfanda sé enn heimakærari en skarkolinn í Eyjafirði og veiðist meira á heimaslóðinni,“ segir Hlynur Ármannsson útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar á Akureyri í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar um þessar rannsóknir í nýjustu Fiskifréttum.