Árlegt Flóarall Hafrannsóknastofnunarinnar fór fram fyrrihluta júlímánaðar. Þar er kannað ástand á skarkola og sandkola í Faxaflóa. Niðurstöður liggja ekki fyrir en í fljótu bragði virðist ástand þessara tegunda svipað og í fyrra.
Reyndar er fullsnemmt að segja til um sandkolanna þar sem hann gengur síðar inn á svæðið en skarkolinn. Jónbjörn Pálsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir að skarkolinn væri á hægri uppleið.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.