Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Krabbameinsfélag Íslands hafa skrifað undir samning til þriggja ára um stuðning SFS við Mottumars/Karlar og Krabbamein, en það er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins til að vekja athygli á krabbameinum hjá körlum.
Krabbameinsfélagið telur þennan stuðning mjög mikilvægan og væntir góðs af samstarfinu, ekki síst þar sem sjávarútvegurinn tengist margvíslegum atvinnugreinum í þjóðfélaginu og hefur starfsstöðvar víða um landið. Sjá nánar á vef SFS .
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Að lokinni undirskrift skáluðu fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Krabbameinsfélags Íslands í kollageni (sjá mynd) en það er fæðubótarefni sem unnið er úr þorskroði í nýsköpunarfyrirtækinu Codland í Grindavík.