ff
Veðrið lék við áhöfnina á Guðmundi VE líkt og aðra sjómenn sem voru á veiðum í djúpkantinum um 40 mílur austan við Vestmannaeyjar einn góðviðrisdaginn í sumar.
Guðmundur VE var á makrílveiðum í rúmlega 20 gráðu hita að sögn Sölva Breiðfjörð, sem tók meðfylgjandi mynd, þegar nokkrir úr áhöfninni sem voru á frívakt ákváðu að stinga sér til sunds í 14°C heitum sjónum. „Það var nánast ólíft um borð og ekkert annað að gera en kasta sér í sjóinn og kæla sig aðeins niður,“ segir Sölvi.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.