Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp um sameiningu þriggja slysarannsóknanefnda í eina sem fengi nafnið Rannsóknanefnd samgönguslysa.
Undir hana myndu falla verkefni þau sem hingað til hafa verið á könnu rannsóknanefnda sjóslysa, umferðarslysa og flugslysa. Frumvarpið er byggt á vinnu nefndar sem samgönguráðherra skipaði árið 2007. Markmið frumvarpsins er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir.
Björn Valur Gíslason þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis segir í grein í nýjustu Fiskifréttum: ,,Það er mín sannfæring að með því að sameina þessar þrjár fámennu nefndir í eina öfluga rannsóknarnefnd samgönguslysa megi treysta enn frekar rannsóknir á slysum, þ.m.t. sjóslysum.”
Nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.