Brim og sjávargangur tóku stóra sneið af ströndinni vestarlega á Norður-Jótlandi í ofsaveðri sem gekk þar yfir um helgina með þeim afleiðingum að tvö sumarhús lentu út í sjó, að því er fram kemur á vef TV2.

Á þessu svæði, Nørlev Strand, er sumarhúsabyggðin Egon. Sjórinn tók nokkra metra af ströndinni með sér á löngum kafla og gróf undan mörgum sumarhúsum sem næst stóðu ströndinni. Sum þeirra vega nánast salt á sjávarbakkanum sem sjá má í meðfylgjandi MYNDBANDI .