Sjórinn við Hjaltland hefur hlýnað það mikið að hitinn þar er jafnhár og sjávarhiti var suður af Englandi hér á árum áður.

Alla 20. öldina fór sjávarhitinn næstum aldrei yfir 13°C við Hjaltland en á árunum 2000 til 2008 gerðist það fimm sinnum. Á veturna fór hitinn þar sjaldnast yfir 8°C en það kom aðeins sex sinnum fyrir á tímabilinu 1900 til 1985. Núna fer hitinn vart niður fyrir það hitastig; það gerðist aðeins einu sinni á árunum 2000 til 2009.