Frá því um síðustu aldamót hefur sjómönnum á uppsjávarflotanum fækkað um helming – voru rúmlega 800 árið 2000 en eru nú um 400 talsins. Á sama tíma hefur aflaverðmæti þessa flota þrefaldast, aukist úr 12 milljörðum króna í 44 milljarða að núvirði.
Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag í frásögn af erindi sem Stefán B. Gunnlaugsson dósent við Háskólann á Akureyri flutti á loðnuráðstefnunni þar í bæ á dögunum.
Skipum á uppsjávarveiðum hefur fækkað úr rúmlega 50 um aldamótin síðustu í innan við 30 í dag. Stærri og öflugri skip hafa leyst minni skip af hólmi. Þá á gríðarleg verðhækkun á bræðsluafurðum stóran þátt í auknu aflaverðmæti.
Sjá nánari umfjöllun í Fiskifréttum í dag.