Í lok árs 2016 voru skráðir 11.244 sjómenn í Noregi og 5.959 fiskiskip, samkvæmt tölum frá fiskistofunni norsku. Fjöldi sjómanna jókst um 1% frá árinu áður en skipum og bátum fjölgaði um 1,3%.

Þeim sem hafa sjómennsku að aðalstarfi fjölgaði úr 9.259 í lok árs 2015 í 9.433 í lok árs 2016 (fjölgaði um 1,9%) en þeim sem hafa sjómennsku sem aukastarf fækkaði úr 1.871 í 1.811 (um 3,2% fækkun).

Í lok síðasta árs höfðu  273 konur í Noregi sjómennsku sem aðalstarf en í lok árs 2015 stunduðu 260 konur sjóinn.

Aldurssamsetning sjómanna í Noregi er þannig að 19% eru undir 30 árum en 22% eru 60 ára eða eldri. Fjölgað hefur hlutfallslega mest í þessum aldurshópum undanfarin ár.

Fiskiskipum og bátum fjölgaði úr 5.884 í 5.959. Mesta fjölgunin var hjá smábátum undir 10 metrum og í flokki báta 10 til 11 metra. Í öðrum stærðarflokkum var fjöldi skipa óbreyttir eða milli ára eða örlítil fækkun.

Þess má geta að norskum sjómönnum hefur fækkað umtalsvert þegar litið er lengra aftur í tímann. Árið 1990 voru þeir 27.518, árið 2000 voru þeir 20.075 og árið 2010 voru þeir 12.993.