Hópi íslenskra sjómanna sem eiga lögheimili utan Íslands var skylt að greiða tekjuskatt á Íslandi. Þetta er niðurstaða skattrannsóknastjóra í máli þriggja íslenskra sjómanna, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa um 20 íslenskir sjómenn verið til rannsóknar vegna sömu mála. Í blaðinu segir að þessir menn starfi allir hjá sömu fyrirtækjasamstæðunni.

Málin verða nú send til ríkisskattstjóra sem tekur ákvörðun um hvort mönnunum verði gert að endurgreiða þá fjárhæð sem undan hafi verið dregin, en sagt er að upphæðin nemi í mörgum tilvikum tugum milljóna króna. Jafnframt gæti komið til refsimeðferðar í formi sektargreiðsla.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.