Þann 20. janúar næstkomandi rennur út útboðsfrestur vegna álflutninga á sjó fyrir Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Sjómannafélag Íslands, Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna krefjast þess að Rio Tinto Alcan í Straumsvík semji við skipafélag sem tryggir íslenskum sjómönnum vinnu.
,,Í tæp 40 ár sáu íslenskir sjómenn um flutninga til Evrópu fyrir álverið. Það gekk afar vel en í þenslunni á útmánuðum 2008 ákvað álverið að söðla um að skipta við norska skipafélagið Wilson Euro Carriers en skip þess sigla undir hentifána með rússneskar áhafnir á smánarlaunum. Skömmu síðar hrundu íslensku bankarnir og atvinnuleysi knúði dyra hjá íslensku alþýðufólki,” segir í yfirlýsingu umræddra félaga .
Félögin benda á að ef Rio Tinto Alcan beini viðskiptum sínum til skipafélags með íslenska sjómenn í áhöfn tryggir það 32 sjómönnum pláss og á annað hundrað manns fyrirvinnu. Það muni um minna.
Sjá yfirlýsinguna í heild, HÉR