Það kennir margra grasa í sjómannadagsblaði Fiskifrétta sem kom út í dag.

Meðal efnis:

Hafliðasögur – smellnar sögu af lífinu um borð í síðutogaranum Hafliða SI fyrir hálfri öld.

Hvalreki og vígaferli – Illdeilur og mannvíg spruttu af hvalreka fyrr á öldum.

Kominn í útgerð 12 ára – Örn Erlingsson útgerðarmaður lítur um öxl.

Tíundi hver íbúi fórst – Bílddælingar urðu fyrir gríðarlegri blóðtöku þegar Þormóður BA sökk.

Reri til fiskjar sjö ára – rætt við Önund Kristjánsson skipstjóra á elsta starfandi fiskibáti landsins.

Brotið fleytti okkur marga tugi metra á síðunn i – Farið í róður með Farsæli GK frá Grindavík.

Krían – á ferðalagi milli heimskauta allt að sex mánuði á ári.

Fékk gæsahúð við fyrstu björgunina – Björgvin Sigurjónsson, hönnuður Björgvinsbeltisins.

Vandinn er ofstjórn og glórulaust skilningsleysi – Þorvaldur Svavarsson skipstjóri á Þór HF í viðtali.

Steinbíturinn er heimakær – athyglisverð rannsókn á gönguhegðun steinbíts.

Vetrarvertíðin 2013 í texta og tölum – og vetrarvertíðin fyrir 50 árum.

Veltir 112 milljörðum á ári – Ævintýralegur uppgangur Marels, sem á 30 ára afmæli um þessar mundir.