Síldarvinnslan  í Neskaupstað hefur ákveðið að hver einasti sjómaður á skipum félagsins fengi hinn svonefnda Sjókall sem er sjálfvirkur staðsetningarbúnaður sem auðveldar leit að mönnum í hafi. Áður höfðu allir sjómenn á uppsjávarskipum SVN haft slíkan búnað. Sjókall er framleiddur af Multitask í Neskaupstað. Fleiri útgerðarfyrirtæki hafa fjárfest í Sjókall fyrir sínar áhafnir.

Sjókall var kynntur fyrir nokkrum árum og er nú í annarri kynslóð. Heimir Snær Gylfason, framkvæmdastjóri Multitask, þróaði sjókall

Fleiri að bætast í hópinn

Sjómaður ber tækið á sér og fari það á kaf í sjó í meira en þrjár sekúndur sendir það merki upp í allar talstöðvar og inn á AIS kerfið sem er framþróun frá fyrstu gerð sjókallsins sem sendi ekki merki inn á AIS kerfið. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru með búnað sem nema bæði þessi merki og þá staðsetningu,  en auk þess hafa þeir líka  tíðnileitunartæki sem geta staðsett hvaðan neyðarsendir sendir merki.

HB Grandi tók fyrstu kynslóð af Sjókallinu fyrir uppsjávarskip sín og Brim hf og Rammi hf hafa bæst í hóp viðskiptavina og Vísir hefur ákveðið að innleiða Sjókall og flotvesti á sín skip.

Multitask seldi á sínum tíma 8 Sjókall tæki til Færeyja en fyrirtækið hefur að öðru leiti ekki sótt á erlenda markaði enn sem komið er“.

Multitask hannaði einnig björgunarvesti í samvinnu við erlendan framleiðanda sem fylgir Sjókall í 90% tilvika. Þessi vesti, Töff vesti, eru af meiri gæðum en þau vesti sem höfðu að jafnaði verið í notkun hérlendis á árum áður.