Þetta kemur fram í Radarnum – mælaborði sjávarútvegsins sem SFS heldur úti.

Þessa miklu aukningu má að langstærstum hluta rekja til laxeldis en alls var um 46,500 tonnum af laxi slátrað í fyrra. Það er um 35% aukning á milli ára en um sextánföldun á tíu ára tímabili.

Alls var um 5.400 tonnum af bleikju slátrað í fyrra og er um lítilsháttar samdrátt að ræða á milli ára. Sé hins vegar borið saman við árið 2019 er um 15% samdrátt að ræða. Eldi á öðrum tegundum er umfangsminna. Slátrað var um 951 tonni af regnbogasilungi á árinu og um 337 tonnum af Senegalflúru.

Mest er alið af fiski á Vestfjörðum þar sem 27,400 tonnum af eldisfiski var slátrað, sem er ríflega helmingur af því sem fór til slátrunar á árinu. Það er um 22% aukning á milli ára. Mesta aukningin var þó á Austurlandi þar sem rúmlega 17,500 tonnum af eldisfiski var slátrað. Það er um 71% aukning á milli ára.