Rækjuveiðar við Eldey hófust á ný í sumar eftir 15 ára veiðibann og er heildarkvótinn 250 tonn. Jón Gunnlaugs ST reið á vaðið og hefur verið einn á þessum veiðum fram að þessu en aðrir bátar eru að gera sig klára til veiða eða eru þegar byrjaðir.

,,Veiðin hefur verið róleg og aflinn frá 60-90 kílóum á togtímann. Rækjan á Eldeyjarsvæðinu er stærri en gengur og gerist uppi við landið og það flokkast yfirleitt góður þriðjungur aflans sem 150 stykki í kílói. Við sjóðum stærstu rækjuna um borð,“ segir Kristján Einar Gíslason skipstjóri á Jóni Gunnlaugs ST samtali við Fiskifréttir.

Sjá viðtal við Kristján í nýjustu Fiskifréttum.