Útlit er fyrir að að útflutningstekjur Íslendinga af afurðum uppsjávarfisks úr deilistofnum muni rýrna nokkuð á næsta ári miðað við yfirstandandi ár. Ástæðan er sú að íslenskir kvótar úr norsk-íslenska síldarstofninum og makrílstofninum munu dragast saman.
Ætla má að tekjur af makrílafurðum muni minnka um 3,5 milljarða og af norsk-íslenskri síld um 5,1 milljarð, en tekjur af kolmunna muni aukast um tvo milljarða vegna kvótaaukningar í þeirri tegund.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.