Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram tillögur sem lúta að verndun grunnslóðar í sjö fjörðum, Önundarfirði, Hrútafirði/Miðfirði, Húnafirði, Skagafirði og Seyðisfirði/Loðmundarfirði. Í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að þetta sé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að takmarka veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð.
Þannig megi treysta grunnslóðir sem veiðisvæði smærri báta með umverfisvænni veiði samhliða verndun sjávarbotnsins og lífríkisins alls á þessum hafsvæðum.
,,Þær tillögur sem nú eru settar fram eru áfangi á þeirri leið að leggja mat á hvar heppilegast sé að draga línur um takmörkun veiða með dragnót, með það að markmiði að auka friðun grunnslóðar fyrir dregnum veiðarfærum og jafnframt mæta kröfum heimaaðila um verndun lífríkisins og skipulag hafsvæða,” segir í frétt ráðuneytisins. Óskað er eftir skriflegum athugasemdum frá samtökum og hagsmunaaðilum á viðkomandi svæðum við tillögunum.
Nánar á vef ráðuneytisins, HÉR