Út er komið ritið Sjávarúvegur og eldi eftir Ástu Dís Óladóttur og Ágúst Einarsson á vegum Hins íslenska bókmenntafélags.

Í bókinni er gerð grein fyrir tveimur atvinnugreinum, sjávarútvegi og eldi, þar sem framleidd eru matvæli sem seld eru um allan heim. Í bókinni er lögð áhersla á hve mikilvægt er að Íslendingar beri gæfu til þess að tryggja gæði og afhendingaröryggi afurða sinna úr sjávarútvegi og eldi á erlenda markaði alla daga ársins.

Gerð er grein fyrir sögulegri þróun sjávarútvegs og eldis og stöðu þeirra í nútímanum. Fjallað er um alla þætti sjávarútvegs, allt frá veiðum til sölu auk grunnþátta fiskeldis og áhrifum þessara atvinnugreina á samfélag og landsframleiðslu. Umhverfis- og þróunarmálum eru gerð skil auk þess sem stjórnun fiskveiða hérlendis og erlendis er lýst. Auk þess er fjallað um alþjóðavæðingu, nýsköpun og tækifæri, samfélagslega þætti, stöðu kvenna og fæðuöryggi.

Höfundarnir

Dr. Ásta Dís er prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi deildarforseti Viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Hún er stjórnarformaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Vísindasjóðs Háskólans á Akureyri og Jafnvægisvogarráðs. Dr. Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst, fyrrverandi rektor skólans og var um árabil prófessor og deildarforseti í Háskóla Íslands. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri útgerðar og fiskvinnslu og tók virkan þátt í stjórnmálum, var alþingismaður og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í samfélaginu.

Bókin er 648 blaðsíður í stóru broti og hana prýðir fjöldi ljósmynda og línurita.

Út er komið ritið Sjávarúvegur og eldi eftir Ástu Dís Óladóttur og Ágúst Einarsson á vegum Hins íslenska bókmenntafélags.

Í bókinni er gerð grein fyrir tveimur atvinnugreinum, sjávarútvegi og eldi, þar sem framleidd eru matvæli sem seld eru um allan heim. Í bókinni er lögð áhersla á hve mikilvægt er að Íslendingar beri gæfu til þess að tryggja gæði og afhendingaröryggi afurða sinna úr sjávarútvegi og eldi á erlenda markaði alla daga ársins.

Gerð er grein fyrir sögulegri þróun sjávarútvegs og eldis og stöðu þeirra í nútímanum. Fjallað er um alla þætti sjávarútvegs, allt frá veiðum til sölu auk grunnþátta fiskeldis og áhrifum þessara atvinnugreina á samfélag og landsframleiðslu. Umhverfis- og þróunarmálum eru gerð skil auk þess sem stjórnun fiskveiða hérlendis og erlendis er lýst. Auk þess er fjallað um alþjóðavæðingu, nýsköpun og tækifæri, samfélagslega þætti, stöðu kvenna og fæðuöryggi.

Höfundarnir

Dr. Ásta Dís er prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi deildarforseti Viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Hún er stjórnarformaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Vísindasjóðs Háskólans á Akureyri og Jafnvægisvogarráðs. Dr. Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst, fyrrverandi rektor skólans og var um árabil prófessor og deildarforseti í Háskóla Íslands. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri útgerðar og fiskvinnslu og tók virkan þátt í stjórnmálum, var alþingismaður og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í samfélaginu.

Bókin er 648 blaðsíður í stóru broti og hana prýðir fjöldi ljósmynda og línurita.