Sjávarútvegur í Kína velti um 590 milljörðum dollara á síðasta ári. Þetta er 12,8% aukning frá árinu 2009, að því er fram kemur á vef China Business News.
Á næstu fimm árum er reiknað með því að árlegur vöxtur sjávarútvegs í Kína verði mjög hraður eða um 20% samkvæmt opinberri skýrslu.
.Í skýrslunni er þó tekið fram að mengun og hnignum vatna og hafsvæða valdi alvarlegum áhyggjum. Mengunin sé jafnvel komin á það stig að hún ógni öryggi matvæla og efnahagslífi á stórum svæðum.