Í dag munu 22 nemar frá 13 löndum útskrifast frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en til þessa hafa þá alls 263 einstaklingar frá 47 löndum lokið námi við skólann.

Nemarnir sem brautskráðir verða í dag koma frá Afríku (15), eyríkjum í Karíbahafinu (3) og Asíu (4).

Þessu sinni eru 9 konur í hópnum, en að meðaltali er þátttaka kvenna tæp 40%.

Nemarnir skiptust á fjögur mismunandi svið sérhæfingar, þ.e. gæðastjórnun í meðhöndlun fisks og vinnslu, mat á veiðiþoli stofna, veiðistjórnun og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja og markaðsmál.

Að loknu sex vikna inngangsnámskeiði og sex vikna námskeiði á sérsviði unnu nemarnir verkefni í nánu samstarfi við leiðbeinendur. Verkefnin eru valin með hliðsjón af þeim viðfangsefnum og áherslum sem eru í starfi nema heima fyrir.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.